Stjórnsýslubyggingar

Fangelsið að Litla Hrauni

Eyrarbakki

  • Litla-Hraun

Verkís sá um alla verkfræðihönnun, hönnun burðarvirkja, öryggisgirðingar, raflagnir, lagnir og loftræsing, brunavarnir ásamt hönnun ýmissa öryggiskerfa. Einnig hafði Verkís eftirlit með hluta framkvæmda.

 Stærðir: 1.450m2
 Verktími:  1994-2000

Almennt um verkefnið:
Fangelsisbyggingin er með 55 vistherbergjum, mötuneyti, eldhúsi og vaktherbergi fyrir miðju húsi á öllum hæðum. Vistherbergin eru með baðherbergi og loftræsingu. Sérbúnaður í herbergjum er stálhurð með rafdrifinni læsingu, öflugt öryggisgler í gluggum sem gerir rimla óþarfa, hljóðkerfi og kallkerfi.

Heildarflatarmál fangelsisbyggingarinnar, hús 4, er um 1.450 m2. Íþrótta- og vinnuskálinn er tvískiptur með miðjukjarna fyrir búningsherbergi og aðstöðu fyrir starfsmenn á efri hæð. Hann er 55mog var heildarkostnaður við skálann um 50 Mkr. á árinu 1997.

Eldri byggingu frá 1928 var breytt í heimsóknaraðstöðu, læknastofu, bókasafn og aðstöðu fyrir öryggissveit. Byggt var nýtt skrifstofuhús, einnar hæðar timburhús og eldra skrifstofuhúsi breytt í sölumóttöku fyrir framleiðsluvörur Litla Hrauns og í skólahúsnæði fyrir fanga.