Viðhald mannvirkja

Asparfell 2-12

Asparfell - 111 Reykjavík

  • Asparfell

Verkís annaðist eftirlit með framkvæmdum.

 Stærðir: 192 íbúðir
 Verktími: 2006 - 2007

Almennt um verkefnið:
Verkefnið er með því stærsta sem boðið hefur verið út á vegum húsfélags á landinu, enda er um að ræða stærsta húsfélag landsins, með 192 íbúðir og yfir 500 íbúa.

Verkís tók að sér eftirlit með framkvæmdum þar sem farið var í viðhald útveggja með votsandblæstri ásamt endurnýjun á klæðningu. Farið í endurnýjun á svalagólfi, svalaveggjum, veltigluggum, svalahandriðum og svalahandlistum ásamt viðgerð og málun steyptra flata, á gluggum og útihurðum.