Viðhald mannvirkja

Austurstræti 22 og Lækjargata 2

101 Reykjavík

  • Austurstraeti-Laekjargata

Verkís annaðist verkefnastjórn, framkvæmdaeftirlit, tjónamat, lagnir og loftræsingu, slökkvikerfi og stjórnun framkvæmda.

 Stærðir: 2.638 m2
 Verktími:  2008 - 2012

Almennt um verkefnið:
Verkefnið samanstóð af ráðgjöf og hönnun í tengslum við uppbyggingu húsnæðis á horni Austurstrætis og Lækjargötu sem hafði brunnið nokkrum árum áður, ásamt tjónamati brunans. Verkefnið fólst í hönnun undirstöðu, lagna og loftræsingar, brunakerfa, verslana og skrifstofu, veitingastaða ásamt hönnun raf- og lágspennu. 

Árið 1998 brann Nýja bíó sem staðsett var  í Lækjargötu 2a.  Í apríl 2007 brann hús Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22. Því var var ákveðið að fara í framkvæmdir og uppbyggingu. Byggingarnar sem voru endurreistar eru um 2.500 m2 eða um tvisvar sinnum stærri en þær byggingar sem fyrir voru. Undir öllum byggingunum er steyptur kjallari með 3,5m lofthæð. Við uppbyggingu var reynt að halda í upprunalegt útlit bygginganna.