Viðhald mannvirkja

Hjarðarhagi 44-50

Hjarðarhagi - 107 Reykjavík

  • Hjardarhagi

Verkís annaðist framkvæmd ástandsskoðunar, gerð ástandsskýrslu, magntöku, gerð kostnaðaráætlana, verklýsingu, útboðsgögn, val á verktökum, framkvæmdaeftirlit, framkvæmd útboðs og gerð verksamnings.

 Stærðir: 860 m2 grunnflötur og 4.500 m2 flatarmál
 Verktími:  2012

Almennt um verkefnið:
Hjarðarhagi 44-50 er fjögurra og fimm hæða hús, byggt úr járnbentri steinsteypu. Húsið var byggt á árunum 1965-1967 og eru samtals 34 íbúðir í húsinu sem skiptist í fjóra stigaganga. Húsið er málað að utan og þakið er stólað, einhalla timburþak með bárujárnsklæðningu. Húsið þarfnaðist umtalsverðra viðgerða og óskaði húsfélagið eftir ráðgjöf Verkís varðandi viðhaldsmál hússins að utan.

Ástandsskoðun á húsinu var framkvæmd í desember 2011 og leiddi í ljós að ráðast þurfti í umtalsverðar lagfæringar á húsinu að utanverðu. Helstu atriði sem þurfti að ráðast í voru: Sprunguviðgerðir, múrviðgerðir á köntum og flötum, viðgerðir á svalaköntum, lagfæring ryðgaðrar járnbendingar, ryðhreinsun svalahandriða, gluggaviðgerðir, málun veggja, glugga og handriða.