Upplýsingakerfi

Siglingastofnun

Reykjavík

22.12.2014

  • Siglingastofnun

Verkís annaðist þróun og framleiðslu á stöðugleikavakt, hitarita og öldumæla fyrir skip.

Verktími: 1997

Almennt um verkefnið:
Þróun og framleiðsla á stöðugleikavakt fyrir skip. Samanburður á stöðugleikamati, annars vegar út frá veltimælingum og hins vegar út frá hallaprófunum og breytingum á hleðslu. Samanburður á stöðugleikamati gámaskips, annars vegar út frá veltimælingum og hins vegar út frá hleðslureikni.

Þróun og framleiðsla örtölvustýrðs skráningartækis fyrir hita í frysti- og kæligeymslum á landi og til sjós.

Forritun veltigreinis sem les gögn frá veltimæli í módeli af vertíðarbáti og vinnur úr þeim hreyfingar módelsins og stöðugleika.