Annar iðnaður

Íslenska Kalkþörunga­félagið

Bíldudalur

  • Islenska-Kalkthorungafelagid

Verkís annaðist verkefna- og hönnunarstjórn vélbúnaðar, forathugun, frumhönnun, fullnaðarhönnun, kostnaðaráætlun, framkvæmdaáætlun, útboðsgögn, yfirferð tilboða, loftræsikerfi, rykhreinsikerfi, rykmæling, burðarvirki vélbúnaðar, efnisflutningskerfi, kerfishönnun og jarðtækni.

 Stærðir: 50.000 tonn á ári, 5.000 m2 gólfflötur og 38.000 m3
 Verktími:  1985 - 2008

Almennt um verkefnið:
Íslenska kalkþörungafélagið ehf nýtir kalkþörungaset af botni Arnar­fjarðar. Úrvinnslan felst í  hörpun og þvotti, þurrkun, síun, mölun og sekkjun efnisins. Afkastageta verksmiðjunnar er áætluð um 50 þús. tonn á ári þegar fullum afköstum er náð. Íslenska kalkþörungafélagið er í 75% eigu írska fyrirtækisins CelticSea Minerals Ltd. og 25% eigu Björgunar hf.

Í verskmiðjunni fullbyggðri verða tveir tromluþurrkarar. Upphaflega var notað gas til hitunar og þurrkunar, en breytt var yfir í rafhitun árið 2009. Nýr þurrkari (2013) verður rafhitaður. Loft er hitað með rafhitöldum upp í 500°C og blásið í gegnum þurrkarana. Úr þurrkurunum fer loftið í gegnum rykhreinsun í tveimur þrepum, hvirfilskiljur (cyclónur) og vot­hreinsun, áður en því er hleypt út í andrúmsloftið. Þurrkaðir kalkþörungar fara í mölun, stærðarflokkun og úrvinnslu fyrir pökkun.

Verkís hefur unnið sem ráðgjafi og hönnuður á véla- og burðarþolssviði að uppbyggingu og þróun framleiðslurásar verksmiðjunnar. Verkís hefur alla tíð kappkostað að veita góða þjónustu við aðlögun kerfanna að breytilegum þörfum á hverjum tíma.