Málm- og kísilverksmiðjur

Kísil­verksmiðjan í Helguvík

Helguvík

  • Kisilverksmidjan-i-Helguvik

Verkís annaðist verkefnastjórn, forhönnun, hönnunarstjórn, kælingar og loftræsikerfi, útboðsgögn og kostnaðaráætlanir.

 Stærðir: 50.000 tonn á ári
 Verktími:  2011

Almennt um verkefnið:
Forhönnun nýframkvæmdar á allri verksmiðjunni, allar byggingar, kerfi í öllum byggingum og lóð. Um er að ræða um 50.000m² af byggingum og um 13 hektara lóð. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 65 MW, og er framleitt um 50.000 tonn af kísil á ári (99% hreinn Kísill).

Verkið tekur til grundunar-, hönnunar- og álagsskilgreiningar fyrir mannvirki, forhönnun, kostnaðarskoðunar/áætlanir, gerð útboðsgagna og verkáætlanir. Hönnunin skiptist í eftirfarandi flokka: burðarvirki/grundun, lagnir- og loftræsilagnir, iðnaðarlagnir, rafmagn, bruna- og öryggishönnun, lóðarhönnun og arkitektahönnun.