Sjávarútvegur

Arnarlax - Vesturbyggð

Bíldudalur

  • Arnarlax-Vesturbyggd

Verkís vann að mati á umhverfisáhrifum fyrir Arnarlax ehf. og að gerð skipulagsáætlana fyrir Vesturbyggð.

Verktími:  2013 - 2015

Almennt um verkefnið:

Mat á umhverfisáhrifum
Verkís vann að mati á umhverfisáhrifum fyrir Arnarlax ehf. Fyrirtækið hefur leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á laxi í Arnarfirði en áformar að auka framleiðslu sína á laxi í sjókvíum í firðinum um 7.000 tonn á ári.  

Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp sjókvíaeldi í Arnarfirði og samþætta starfsemi því tengdu þar sem lax, sem alinn verður upp í sjókvíum, fari til slátrunar og fullvinnslu á Bíldudal.

Frummatsskýrsla var lögð fram til Skipulagsstofnunar þann 1. apríl 2015 og lauk kynningar- og athugasemdaferli vegna hennar þann 26. maí 2015. Matsskýrsla var lögð fram til Skipulagsstofnunar þann 2. júlí 2015 og var álit Skipulagsstofnunar birt þann 2. september 2015.

Aðal- og deiliskipulag
Verkís vann fyrir Vesturbyggð að gerð skipulagslýsingar og matslýsingar vegna umhverfis fyrir aðalskipulagsbreytingu og að gerð deiliskipulags vegna iðnaðarsvæðis fyrir fiskeldi á Bíldudal í Arnarfirði.