Engey RE
Verkís sá um hönnun, forritun, uppsetningu, prófanir, tengingar, rekstrareftirlit og bilanagreiningu.
Stærðir: |
Verktími: 2016 - 2017 |
Almennt um verkefnið:
Verkefnið fólst í rafmagnshönnun, forritun og gangsetningu á lestarkerfi í ísfisktogarann Engey sem kom til landsins í ársbyrjun 2017. Lestarkerfið er fyrsta alsjálfvirka lestarkerfið í heiminum og kemur mannshöndin ekki nálægt sjálfri lestinni. Engey sker sig frá systurskipum sínum að því leiti að þar er haldið utan um afla hvers kars í lest, í gagnagrunni.
Verkís kom að eftirfarandi verkþáttum sjálfvirks lestarkerfis, sem undirverktaki Skagans hf:
- hönnun á stjórnkerfi
- hönnun, forritun, uppsetning og prófanir á skjákerfum
- tengingar mótorstýringa, prófanir á framkvæmdatíma auk gangsetninga
- uppsetning gagnagrunns fyrir afla
- rekstareftirlit og bilanagreining á prófunartímabili
Auk þess kom Verkís að forritun á karfaflokkara, lifra- og spíraldælum. Verkís hannaði og teiknaði alla stjórnskápa.
Systurskip Engeyjar eru Akurey AK og Viðey RE.
Árið 2019 fékk skipið nafnið Kildin og siglir undir rússneskum fána.