Sjávarútvegur

Fiskmjöls­verksmiðja

Vopnafjörður

  • Fiskmjolsverksmidja

Verkís annaðist undirbúning, áætlanagerð, hönnun undirstaða, vatns- og hitalagnir, brunahönnun, stoðveggir í kringum lýsistanka, undirstaða fyrir mjölsíló og mjölfæribönd, útboðsgögn, útreikningar og teikningar á stálgrind, verkefnastjórn og framkvæmdaeftirlit.

 Stærðir: 2.100 m2
 Verktími:  2008 - 2010

Almennt um verkefnið:
Fiskimjölsverksmiðjan er byggð við eldri verksmiðju og var hluti af vélum og tækjum eldri verksmiðjunnar flutt yfir í þá nýju. Báðir endar verksmiðjunnar eru staðsteyptir en vélasalurinn er stálgrindarhús.

Fiskmjölsverksmiðjan er samtals um 2.100m². Verksmiðjan getur annað um 850 tonnum af hráefni á dag og er þetta fyrsta verksmiðjan á Íslandi sem alfarið notar rafmagn við framleiðsluna. Verksmiðjan framleiðir hágæða mjöl svokallað LT-mjöl (low temperature meal).

Vélasalurinn er um 1.200m² stálgrindarhús og er þriggja hæða staðsteypt bygging fyrir spenna og rafmagnstöflur, samtals um 200m², við annan enda stálgrindarhússins og við hinn endann er önnur þriggja hæða staðsteypt bygging fyrir stjórnstöð, verkstæði, rannsóknarstofu og starfsmannaaðstöðu auk ketilhúss á einni hæð, samtals um 700m². Steyptu byggingarnar eru með timburþaki og veggir þeirra eru einangraðir að utan og klæddir stálplötum. Þak stálgrindarhússins er einangrað milli Z-stálbita og klætt stálplötum ofan og neðan við Z-bitana. Veggir stálgrindarhússins eru klæddir stáleiningum með steinullareinangrun. Við verksmiðjuna eru tveir 40m háir skorsteinar og 70m norðan við verksmiðjuna eru tíu mjölsíló. Milli verksmiðjunnar og sílóanna er mjölfæriband í um 13m hæð og frá sílóunum liggur mjölfæriband út á hafnarbakka og einnig í mjölgeymslu þar sem mjöl er sekkjað.