Tengivirki og aðveitustöðvar

Tengivirki Eskifirði

Austurland

  • Tengivirki á Eskifirði

Verkís sér um hönnun byggingar, gerð útboðsgagnanna og verkteikningar bygginga, hönnun rafbúnaðar og hönnunareftirlit. 

Stærðir: 132 kV
Verktími: 2018 - 

Almennt um verkefnið: 
Tengivirkið verður 132 kV yfirbyggt GIS tengivirki með fjórum rofareitum og tveimur 132/66 kV 50 MVA aflspennum. Tengivirkið verður tengt við núverandi 66 tengivirki með tveimur 66 kV strengjum. Færa þarf 132 kV strengina í Eskifjarðalínu 1 og Stuðlalínu 2 úr núverandi 66 kV tengivirki inn í nýtt 132 kV tengivirki.

Verkís vann m.a. valkostagreiningu vegna staðsetningar og gerðar tengivirkisins. Vegna greiningarinnar var gert landmódel sem sýndi staðsetningu og ásýnd tengivirkisins frá öllum sjónarhornum. Í verkhönnuninni var unnið með bygginguna og allan meginbúnað í þrívídd.

Ljósmynd/Landsnet Tengivirkið sem það nýja mun leysa af hólmi.