Tengivirki og aðveitustöðvar

Tengivirki Eyvindará

Austurland

  • Tengivirki Eyvindará

Verkís sér um hönnun byggingar, gerð útboðsgagnanna og verkteikningar bygginga, hönnun rafbúnaðar og hönnunareftirlit

Stærðir: 132 kV
Verktími: 2016 - 

Almennt um verkefnið: 
Í kjölfar rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi hefur álag á flutningskerfið þar aukist mikið og til að bregðast við því og auka flutningsgetu var ákveðið að spennuhækka línur og tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum, frá Hryggstekk um Stuðla í Reyðarfirði og að Eyvindará um Eskifjörð, úr 66 kV upp í 132 kV.

Fyrri liðurinn í spennuhækkun hringtengingarinnar var að spennuhækka Stuðlalínu 2, frá Hryggstekk í Skriðdal að Stuðlum í Reyðarfirði, ásamt því að bæta 132 kV spennustig við tengivirkið þar og var sá áfangi tekinn í notkun í ársbyrjun 2014. Þá var 66 kV strengendum skipt út fyrir 132 kV strengi í Stuðlalínu 2 og Eskifjarðarlínu 1 á árinu 2016.

Síðari liður verkefnisins er spennuhækkun frá Stuðlum að Eyvindará við Egilsstaði sem kallar á byggingu nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eskifirði með fjórum 132 kV reitum og tveim 50 MVA spennum, byggingu nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eyvindará með þremur 132 kV reitum sem og breytingar á tengivirki á Stuðlum. Þá verður Eskifjarðarlína 1 lögð í jarðstreng á tæplega 2 km löngum kafla við tengivirkið á Eyvindará.