Tengivirki Hnjúkar
Blönduós.
Verkís sá um deilihönnun, útboðshönnun, gerð útboðsgagna, uppsetningu á búnaði og verkeftirlit.
Stærðir: 132 kV, 33 kV |
Verktími: 2018 |
Almennt um verkefnið:
Laxárvatnslína 2, sem er nýr 132 kV jarðstrengur frá tengivirki við Laxárvatn að iðnaðarsvæði við Hnjúka, var spennusettur 29. desember 2018. Þá var einnig tekinn í notkun nýr 132 kV rofareitur að Laxárvatni og 132/33 kV spennir á Hnjúkum.
Uppbygging nýs iðnaðarsvæðis við Hnjúka kallaði á þessi nýju orkuflutningsmannvirki. Stuttur tími gafst fyrir framkvæmdina því verkefnið fór fyrst af stað sumarið 2018. Tengivirkið á Hnjúkum í Blönduósbæ er nýtt 132 kV AIS tengivirki með einum 132/33 kV aflspenni og mælibúnaði.
Verkís sá um útboðshönnun, gerð útboðsgagna og uppsetningu á búnaði, deilihönnun og verkeftirlit. Undirbúningstími og framkvæmdatími verksins var óvenjulega stuttur