Tengivirki og aðveitustöðvar

Tengivirki Hvolsvelli

Suðurland.

  • Tengivirki Hvolsvöllur

Verkís annast gerð útboðsgagna, verkteikninga, uppsetningu á öllum búnaði og hönnunareftirlit. Verkís aðstoðar einnig á útboðs- og verktíma. 

Stærðir: 66 kV
Verktími: 2018 - 

Almennt um verkefnið:
Til að styrkja svæðisflutningskerfið á Suðurlandi og auka afhendingaröryggi verður reist nýtt 66 kV AIS tengivirki með fimm rofareitum á Hvolsvelli sem leysir af hólmi núverandi útitengivirki sem er frá árinu 1953. 

Tengivirkið á Hvolsvelli gegnir mikilvægu hlutverki í svæðisflutningskerfi Suðurlands. Nýja virkið verður reist á sömu iðnaðarlóð og gamla virkið og hliðtengt því. Það verður yfirbyggt með aðstöðu fyrir rafbúnað og þjónusturými fyrir stjórn- og varnarbúnað og stoðkerfi.

Hlutverk Verkís er að gera útboðsgögn fyrir byggingarvirki, burðarþol, lagnir og rafkerfi ásamt því að gera verkteikningar fyrir sömu verkþætti. Gera útboðsgögn fyrir 66 kV rafbúnað, stjórn- og varnarbúnað og önnur hjálparkerfi, uppsetningu á öllum búnaði ásamt hönnunareftirliti. Einnig aðstoða á útboðs- og verktíma. 

Áætluð verklok eru í september 2019.