Tengivirki og aðveitustöðvar

Tengivirki - Írafoss

Suðurland.

  • Tengivirki Írafoss

Verkís annaðist frum- og verkhönnun. 

Stærðir: 220 kV, 132 kV
Verktími:  1995 - 2018

Almennt um verkefnið:
Írafossstöð virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og Kistufoss. Sogið er stíflað ofan við Írafoss, nánast í sömu hæð og frárennslið er frá Ljósafossi. Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1953 með tveimur 15,5 MW vélasamstæðum en stöðin var stækkuð með einni vél til viðbótar (16,7 MW) árið 1963.

Árin 1995 til 2003 annaðist Verkís endurnýjun og viðhald Sogsstöðvanna þriggja, Ljósafosstöðvar, Írafosstöðvar og Steingrímsstöðvar. Árið 1994 setti Landsvirkjun fram mynstursáætlun um viðhald og endurnýjun stöðvanna. Almenna verkfræðistofan, sem sameinaðist Verkís í apríl árið 2013 undir nafni Verkís, sá um vettvangsskoðanir og viðgerðartillögu, hönnun á breytingum, jarðskjálftastyrkingum, hönnun nýrra mannvirkja svo sem olíugryfju og olíuskilju, gerð verklýsinga, útboðsgagnagerð og ráðgjöf á byggingartíma. Verkefnið náði til lagna- og loftræsikerfa, burðarvirkja sem og hönnunar vega og plana. Almenna verkfræðistofan sá einnig um endurnýjun vél- og rafbúnaðar og endurnýjun stjórn- og varnarbúnaðar Sogsvirkjananna þriggja

Árin 2017 til 2018 sá Verkís um frum- og verkhönnun á nýju yfirbyggðu tengivirki við Írafoss með 220 kV og 132 kV gaseinangruðum rofabúnaði, ásamt gerð þrívíðs líkans af tengivirkisbyggingu og nánasta umhverfi þess. Hönnun Verkís sneri að tengivirkisbyggingu, rofabúnaði og stjórn- og varnarbúnaði auk valkostagreiningar.