Tengivirki og aðveitustöðvar

Tengivirki Þeistareykir

Norðausturland

  • Þeistareykir forsíðumynd

Verkís sá um útboðshönnun rafbúnaðar, aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma. 

Stærðir: 220 kV
Verktími: 2016 - 2018 

Almennt um verkefnið:
Tengivirkið, sem er yfirbyggt og hannað með það að leiðarljósi að það falli sem best að umhverfinu, var reist samhliða Þeistareykjavirkjun, 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð var í tveimur 45 MW áföngum.

Megnið af rafmagninu sem verður framleitt á Þeistareykjum verður notað á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík , eða um 50 MW. Afgangsorkunni verður veitt inn á flutningskerfið. Tengivirki í Kröflu og á Bakka voru byggð á sama tíma vegna sama verkefnis. Tengivirkið á Þeistareykjum var spennusett 21. september 2017. Þeistareykjavirkjun var formlega gangsett 17. nóvember 2017.

Verkís sá um útboðshönnun rafbúnaðar tengivirkisins, aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma.

Ljósmynd/Mannvit