Smávirkjanir

Elliðaárvirkjun - endurnýjun

Elliðaárdalur Reykjavík

  • Elliðarárvirkjun

Verkís annaðist frumhönnun.

 Stærðir: 2,2 MW
 Verktími:  2017-2018

Almennt um verkefnið:
Frumhönnun á uppsetningu nýrrar vélasamstæðu og tilhögun á möguleika á rekstri eldri stöðvar á tyllidögum. Verkið var unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og lokið á vordögum 2018. 

Samkvæmt frumhönnuninni er lagt til að setja nýja vélasamstæðu neðanjarðar við hlið núverandi stöðvarhúss og reka hana allt árið, þó ávallt með tilliti til vatnsbúskapar og fiskigengdar í Elliðaánum. Áhrif á útlit stöðvarinnar væri hverfandi, en hægt væri að viðhalda skilyrðum friðlýsingar og jafnframt nýta framkvæmdina til að bæta yfirsýn yfir vatnsbúskap og ýmis aðgengismál vegna útivistar í Elliðaárdalnum. 

Verkið var unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit. Ekki liggur fyrir ákvörðun um framkvæmdir.