Smávirkjanir

Grímsá - endurbætur

Skriðdalur - Austurland

  • Grímsá

Verkís annaðist hönnun, kostna- og arðsemismat, gerð útboðsgagna og aðstoð við samninga við verktaka og hönnunareftirlit.

 Stærðir: 3 MW
 Verktími:  2008-2015

Almennt um verkefnið:
Grímsárvirkjun í Skriðdal var gangsett árið 1958. Í henni er ein vélasamstæða, sem er 3 MW Francis vél á lóðréttum ás. Virkjað rennsli er 1,54 m3/s og fallhæð er 29 m.

Vegna áforma um endurnýjun á vél- og rafbúnaði virkjunarinnar var Verkís falið að annast ástandsskoðun áætlun um kostnað vegna framkvæmdarinnar. Um var að ræða endurnýjun á öllum rafbúnaði nema rafala, gangráðskerfi, legum, kælikerfi, krana, fólkslyftur og öllum rafkerfum bygginga. Ennfremur fólust í verkinu viðgerðir á hverfli og aðrennslispípum. Gerð var sérstök ástandsskoðun á rafalanum og í framhaldinu var hann hreinsaður og gerðar lagfæringar á olíukerfum.

Verkís annaðist hönnun, kostnaðar- og arðsemismat, gerð útboðsgana og aðstoð við samninga við verktaka og hönnunareftirlit. Verklok voru í árslok 2014.