Vindorka

Fuglar og vindmyllur við Búrfell

Suðurland

  • Vindmyllur

Verkís annaðist undirbúning, skýrslugerð, flugathuganir við Búrfell til að meta árekstrarhættu, þéttleika og útbreiðslu varpfugla auk gróðurathugana.

Verktími:  2011

Almennt um verkefnið:
Í apríl 2011 og júní 2012 voru undirritaðir samningar um að Verkís tæki að sér að kanna fuglalíf á svæði fyrir hugsanlega vindlundi við Bjarnalón og á Hafinu norðan Búrfells og þar í kring. Verkefnið fólst í að gera úttekt á varpi og útbreiðslu fugla á svæðinu og afla gagna sem nota mætti við gerð umhverfismats fyrir vindlund, svo sem um varpþéttleika, upplýsingar um válistategundir og um möguleg áhrif framkvæmdanna notkun búsvæða. Einnig um flugumferð fugla á svæðinu svo meta megi áflugshættu við vindmyllur.

Niðurstöður sýndu að ætla mætti að líklega verði áhrif á fuglastofna á svæðinu aðallega af völdum rasks á búsvæðum og tímabundinni truflun á framkvæmdatíma. Búast má við að áhrifin verði mest ef vindlundir verða staðsettir í Búðarhálsi þar sem gróðurinn er mestur og fuglalíf fjölbreyttara. Áhrif á fuglastofna á svæðinu af völdum árekstra verða að líkindum lítil.