Brýr og undirgöng

Sagvåg brú

Sagvåg - Noregi

  • Sagvag-bru

Verkís sér um verkefnastjórnun og gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 28m
 Verktími:  2014 - 

Almennt um verkefnið:
Núverandi brú er einbreið og markmiðið er að stækka hana til að gera veginn öruggari fyrir vaxandi umferð á svæðinu. Um er að ræða trapisulaga eftirspennta plötubrú með tveimur akreinum ásamt göngu- og hjólastíg.

Ekki er gert ráð fyrir að rífa gömlu búna, heldur leggja hjólastíg yfir hana. Í framtíðinni er síðan gert ráð fyrir að gönguleið verði gerð undir brýrnar.

Verkefnið snýr að hönnun nýrrar brúar við hlið þeirrar núverandi, ásamt tengingu við gatnakerfi, úrbætur á vegum, gangstéttum og alhliða hönnun fyrir aðgengi strætisvagna á svæðinu. Einnig á að hanna stoðveggi úr náttúrulegum steini og hönnun allra þátta er í samræmi við núverandi aðstæður. 

Vegfarendur þurfa að komast um svæðið á framkvæmdartíma, því er skipulag og öryggi mikilvægur þáttur í framkvæmd þessa verkefnis.