Brýr og undirgöng

Urriðaholts­braut

Garðabær

  • Urridaholtsbraut

Verkís annaðist hönnun brúar, veglýsingar, umferðar- og yfirborðsmerkinga, hljóðvistarútreikninga, gerð hljóðkorta, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana.

 Stærðir: 56m
 Verktími:  2005 - 2007

Almennt um verkefnið:
Verkefnið fól í sér veghönnun á gatnamótum og tengingum, hönnun lýsingar og burðarþolshönnun brúar. Gatnamótin eru í Vífilsstaðahrauni en hraunið er mjög lekt og um það rennur mikið vatn til sjávar. Vatn rennur bæði frá Urriðavatni og Heiðmörk um hraunið og því var mönnum nokkur vandi á höndum að gatnaframkvæmdirnar hefðu ekki teljandi áhrif á vatnsrennslið.

Ákveðið var að lækka Reykjanesbrautina á um 600 m kafla og lyfta Urriðaholtsbraut yfir hana á brú. Var sá kostur metinn hagstæðari að teknu tilliti til aðstæðna. Hönnuð var steinsteypt plötubrú í tveimur 28 m höfum yfir Reykjanesbraut með tveimur akreinum og einni göngurein, ásamt rampa, gatnamótum og teningum við núverandi vegi.

Einnig voru gerðir útreikningar á umferðarhávaða í Urriðaholti sem kemur frá Reykjanesbraut, Urriðaholtsbraut og Holtsvegi. Verkefnið var unnið í forritinu SoundPlan sem reiknar umferðarhávaða út frá þrívíðu módeli af landi, húsum og vegi, ásamt upplýsingum um umferð.