Flugvellir
Stavanger flugvöllur
Sola, Noregur
Verkís annast hönnun vegna stækkunar á Sola flugstöðinni í Stavanger. Verkefni unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.
Stærðir: 5.000 m2 |
Verktími: 2015-2018 |
Almennt um verkefnið:
Um er að ræða stækkun á Sola flugstöðinni í Stavanger í Noregi fyrir hönd Avinor.
Verkefnið felur í sér stækkun á innritunarsal, komusal, breytingar á farangursflokkunarkerfinu ásamt ýmsum breytingum í núverandi flugstöð. Í heild verður stækkunin í kringum 5.000 m2.
Hluti af framkvæmdunum er þegar hafinn og búið er að taka innritunarsalinn og nýtt móttökukerfi fyrir brottfararfarangur í notkun. Stefnt er að opnun á stækkuðum flugvelli þann 30. júní 2018. Flugvöllurinn mun þá geta annað allt að sex milljónum farþegum árlega.