Hafnir

Kleppsbakki

Sundahöfn - Reykjavík

  • Kleppsbakki

Verkís var aðalráðgjafi og sá um hönnun, verkefnastjórn á framkvæmdatíma, útboðsgögn, jarðtækni, landfyllingu og hönnun mannvirkja.

 Stærðir: 440 m
 Verktími:  1978 - 

Almennt um verkefnið:
Kleppsbakki er 440 m langur með breytilegri dýpt eða frá 8-11 m miðað við sjávarstöðu. Kleppsbakki var byggður í fjórum áföngum.

1. áfangi var 140 m,
2. áfangi var 140 m,
3. áfangi var 40 m
4. áfangi var 120 m.
Kleppsbakki var endurnýjaður í tveimur áföngum til að tryggja notkun bakkans að hluta á framkvæmdartíma.

Verkís tók að sér hönnun á stækkun Kleppsbakka
Verkefnið felst í hönnun á nýjum 400 m hafnarbakka auk 70 m framlengingu á núverandi Kleppsbakka. Nýi bakkinn er hannaður fyrir nýjan krana Eimskips og gerði hönnun á brunnum og lagnakerfi ráð fyrir landtengingum nýrra skipa Eimskips. Verkís sá um alla hönnun bakkans, m.a. jarðtækni, burðarvirki og hönnun á lagnaleiðum fyrir rafdreifikerfi og önnur veitukerfi. 

Hönnunardýpi við nýjan 400 m viðlegukant er -13,5 m. Bakkinn er úr samsettu stálþili sem rekið er í efnisskiptaskurð í kóta -19,5 m.  Þilið er samsett úr H-bitum en milli þeirra eru az-prófílar. Við rekstur H-bitanna verður notuð sérstök grind til að tryggja fullnægjandi nákvæmni í staðsetningu bitanna. 

Hönnunin var um ýmislegt frábrugðin hönnun núverandi bakka í Sundahöfn, en bæði var viðlegudýpi meira ásamt meira yfirborðsálagi frá hafnarkrönum en þekkist úr fyrri hönnun (gantry krani og mobile kranar).

Viðlegukantur hefur ekki áður verið byggður úr samskonar stálþili hérlendis. Stálstauraundirstöður undir kranaspor eru H-bitar, HP 400x176. Lengd staura er breytileg, frá 19 – 29 m. Alls verða reknir niður 218 staurar undir kranasporin.