Hafnir

Sundahöfn

Reykjavík

  • Sundahöfn

Verkís annaðist skipulag hafnarsvæðis, jarðvegsrannsóknir, landmælingar og gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 2.300 m
 Verktími:  1958 - 2000, 2004 - 2007, 2010 - 2014

Almennt um verkefnið:
Sundahöfn er flutningshöfn Reykjavíkur og nær frá Laugarnesi við Vatnagarða að botni Elliðavogs. Höfnin skiptist í nokkra bakka þar sem meðal annars eru athafnasvæði skipafélaganna Eimskips og Samskipa. Þar leggja líka þau skemmtiferðaskip sem eru of stór fyrir höfnina í miðbæ Reykjavíkur.

Verkefnið nær yfir hagkvæmni athuganir, rannsóknir og landmælingar ásamt hönnun á hafnarbökkum og öðru sem þeim tilheyrir. Hafnarsvæðið er gert til að taka við allt að 40.000 DWT skipum.

Verkís sá einnig um stækkun Sundahafnar, þar sem gerður var 1500 m langur uppgröftur sem náði allt að 10 m dýpi.