Hjóla- og göngustígar

Elliðaárvogur

Reykjavík

13.9.2016

  • Ellidaarvogur

Verkís annast samgönguskipulag svæðisins.

Verktími:  2015-2016

Almennt um verkefnið:
Verkís í samstarfi við Arkís og Landslag vann hugmyndasamkeppni um rammaskipulag við svæði sem nefnt hefur verið „Elliðaárvogur/Ártúnshöfði“ í Reykjavík. Mikil áhersla var lögð á vistvænar samgöngur í vinningstillögunni þar sem hjól og almenningssamgöngur eru í lykilhlutverki. Verkís, Arkís og Landslag vinna nú í kjölfarið að rammaskipulagi af svæðinu fyrir Reykjavíkurborg.