Hjóla- og göngustígar

Göngu- og hjólabrú í Teisen

Teisen, Osló

12.9.2016

  • Teise-brun

Verkís annast forhönnun á brú og stígum, kostnaðarmat, verkefnastjórn, skýrslugerð og rýni gagna.

   Stærðir: 310 m
 Verktími:  2015-2016

Almennt um verkefnið:
Verkefnið felur í sér að skipta út eldri göngu- og hjólabrú sem liggur yfir E6 í Teisen, Osló, Noregi.  Nýja brúin er hönnuð með tilliti til umferðar-öryggisáhættu og þarf hún að standast árekstrarálag.  Við hönnun brúarinnar var tekið fullt tillit til algildrar hönnunar.   

Brúin er mikilvægur hlekkur milli íbúðarhverfa fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.  
Unnið var að hönnun brúarinnar í samræmi við nánasta umhverfi og kröfum frá norsku vegagerðinni.