Jarðgöng

Almannaskarð

Hornafjörður

  • Almannaskard

Verkís annaðist hönnun burðarvirkja.

 Stærðir: 1,3 km
 Verktími:  2004 - 2005

Almennt um verkefnið:
Göng undir Almannaskarð liggja í um 700 m boga undir Almannaskarð og leysa af leiðina yfir Almannaskarð. Á þeirri leið var brattasti hluti hringvegarins eða 16 % halli í bröttum skriðum og slysahætta mikil ekki síst yfir vetrartímann en einnig var hætta á grjóthruni allt árið. Þessi leið var hluti hringvegarins og um hana lá leið austfirðinga suður fyrir land. Vegna aukinnar umferðar og vaxandi krafna um bætt umferðaröryggi var ráðist í að gera göng undir Almannaskarð.

Jarðgöngin eru 1,15 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er um 162 m. Göngin eru boruð og sprengd, styrkt með bergboltum og sprautusteypu. Tvær akreinar eru í göngunum  en auk þess eru í göngunum neyðarútskot á 300 m fresti. Þversnið ganganna, sem er samkvæmt norskum staðli, er hringlaga og er breidd þeirra um 7,6 m í veghæð en leyfileg hæð ökutækja er 4,2m. Vegur er 7,5 m breiður að jarðgöngum sem eru tvíbreið með 6,5 m breiðri akbraut. Verkið náði ennfremur til lagningar nýs vegar, samtals um 5,5 km norðan og sunnan ganga.