Jarðgöng

Héðinsfjarðar­göng

Milli Siglufjarðar - Héðinsfjarðar og Héðinsfjarðar - Ólafsfjarðar

  • Hedinsfjardargong

Verkís annaðist hönnun burðavirkja, umsjón og gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 11 km
 Verktími:  2006 - 2009

Almennt um verkefnið:
Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði.

Framkvæmdin sem hér um ræðir eru tvenn jarðgöng ásamt vegskálum við gangaenda, vegagerð að göngunum og milli þeirra og gerð brúar í Héðinsfirði. Auk þess var gerð brú á Ólafsfjarðarós en hún var boðin út sérstaklega.

Jarðgöngin eru um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Heildarlengd vegskála er um 450 m. Göngin eru boruð og sprengd, styrkt með bergboltum og sprautusteypu. Tvær akreinar eru í göngunum en auk þess eru í göngunum neyðarútskot á 500 m fresti.