Hvalfjarðargöng
Hvalfjörður
Verkís annaðist hönnun vegar, veglínu, steyptra gangamunna, spennistöðva í göngum, tollskýli, regnvatnslagna og dælukerfis ásamt að sjá um umferðarmerkingar og áhættugreiningu.
Stærðir: 5.650 m |
Verktími: 1987 - 1992 |
Almennt um verkefnið:
Hvalfjarðargöng þvera Hvalfjörðinn utarlega eða á móts við Tíðarskarð og Hnausaker. Göngin liggja í bergi undir fjörðinn og stytta vegalengdina vestur og norður í land eftir þjóðvegi um 42 km.
Göngin eru tvær akreinar, en að norðanverðu er þriðju akreininni bætt við til að gefa möguleika á framúrakstri. Einnig eru í göngunum útskot á 500 m fresti til að snúa bílum. Framkvæmdirnar mörkuðu tímamót í stórframkvæmdum á Íslandi því í fyrsta skipti var farin sú leið að einkafyrirtæki stóð að framkvæmdunum og fjármagnaði þær án aðkomu ríkissjóðs.
Verkís sá um teikningu á umferðar- og vegmerkingum, ásamt breytingu á veglínu.