Jarðgöng

Norðfjarðar­göng

Milli Eskifjarðar og Norðfjarðar

  • Norðfjarðargöng

Verkís annaðist hönnunarstjórn, hönnun tæknirýma í göngum og utan ganga, umsjón með útboðsgögnum, ráðgjöf á framkvæmdatíma og landmótun við skála.

 Stærðir: 7,5 km
 Verktími:  2009 - 2017

Almennt um verkefnið:
Norðfjarðargöng eru 7.542 m löng, ásamt tveimur vegskálum sem eru 120 m og 246 m. Göngin tengja saman Eskifjörð og Norðfjörð. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8, breidd þess er um 8,0 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 53 m2.

Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot, 4 steypt tæknirými og 2 vegskálar. Göngin eru malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum. Nýr vegur var byggður beggja vegna gangamunna, u.þ.b. 2 km Eskifjarðarmegin og 5,3 km Norðfjarðarmegin, samtals um 7,3 km. Vegurinn er 8 m breiður með 7 m akbraut.

Göngin voru tekin í notkun 14. nóvember 2017 og eru mikil samgöngubót fyrir Austfirði.