Jarðgöng

Óshlíðar­göng

Milli Hnífsdals og Bolungarvíkur

  • Oshlidargong

Verkís annaðist hönnunarstjórn, hönnun burðarvirkja, vega utan ganga, gerð teikninga af umferðarskiltum og umsjón með gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 5,4 km
 Verktími:  2008 - 2010

Almennt um verkefnið:
Bolungarvíkurgöng eru milli Hnífsdal og Bolungarvíkur. Áður lá sú leið um Óshlíð, en sú leið getur verið varasöm vegna snjóflóða og skriðufalla. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi og styrkja þannig byggð á svæðinu.

Jarðgöngin eru 5,4 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er um 300m. Göngin eru boruð og sprengd, styrkt með bergboltum og sprautusteypu. Tvær akreinar eru í göngunum en auk þess eru í neyðarútskot á 500 m fresti. Þversnið ganganna, sem er samkvæmt norskum staðli, er hringlaga og er breidd þeirra um 8,0 m í veghæð en leyfileg hæð ökutækja er 4,2m.

Verkið nær ennfremur til lagningar nýs vegar fyrir neðan byggðina í Hnífsdal og vegkafla frá Ósi og inn í Bolungarvík. Byggja á tvær brýr; yfir Hnífsdalsá og Ósá í Bolungarvík. Í gegnum göngin munu liggja ýmsir strengir, m.a. 66 KV háspennustrengur sem leysir af hólmi háspennuloftlínu.