Samgönguveitur

Helgafells­land

Mosfellsbær

  • Helgafellsland

Verkís hefur umsjón með gatna- og stígagerð, hönnun holræsalagna, hitalagna, vatnslagna, hljóðvist, gerð útboðs- og verklýsinga.

 Stærðir: 3 þús. m hitaveitulagnir og 3 þús. m vatnseitulagnir
 Verktími: 2005 - 

Almennt um verkefnið:
Um er að ræða heildarhönnun svæðisins, allt frá yfirborðsmælingum, kortagerð og jarðvegsrannsóknum til endanlegrar hönnunar og gerð útboðsgagna og verklýsingar. Jafnframt heildarhönnun svæðisins sá Verkís um gerð lóða- og mæliblaða fyrir verkkaupa.

Verkinu var skipt upp í 4. áfanga og kemur Verkís að fjölmörgum þáttum hönnunar 1. - 3. áfanga. Í fyrsta áfanga er um að ræða miðjuna í hverfinu, sem nefnd hefur verið "Augað" vegna lögunar helstu umferðargatna sem ráða meginformi hverfishlutans. Í Auganu er þéttasta byggðin og eru þar eingöngu fjölbýlishús, auk grunn- og leikskóli. En í 2. og 4. áfanga er fyrst og fremst um að ræða sérbýlishús af ýmsum gerðum.