Samgönguveitur

Tungumelar

Mosfellsbær

  • Tungumelar

Verkís annast hönnun svæðis, regnvatnslagna, skólplagna og vatnsveitna, ráðgjöf og jarðvegsrannsóknir.

 Stærðir: 3.400m vegir og 9.700m lagnir
 Verktími: 2013 - 

Almennt um verkefnið:
Tungumelar er nýtt athafnasvæði í Mosfellsbæ sem er skipt upp í norður- og suðursvæði. Hverfið var sérstaklega hannað og skipulagt með uppbyggingu fyrirtækja í huga. Í heild er gert ráð fyrir að byggt verði á samtals 122 hektara svæði þar sem unnið er náið með kaupendum að hönnun húsnæðis í samræmi við nútíma þarfir og framtíðarhugmyndir.

Norðursvæðið  er u.þ.b. 23,5 ha að stærð. Verkís sá þar um hönnun fjögurra gatna, samtals 2.100 m að lengd, ásamt hönnun veitna. Heildarlengd lagna: regnvatn 3.000 m, skólp 2.400 m, hitaveita 2.100 m og vatnsveita 2.200 m.

Suðursvæðið er u.þ.b. 20 ha að stærð. Þar sá Verkís um hönnun þriggja gatna, samtals 1.300 m að lengd, ásamt hönnun veitna (regnvatnslagnir, skólplagnir og vatnsveita) og jarðvegsrannsóknir.