Umferðartækni

Forgangur strætó

Lækjargata - 101 Reykjavík

16.12.2014

  • Forgangur-Straeto

Verkís hafði umsjón með daglegu eftirliti og verkframkvæmd fyrir hönd verkkaupa.

 Stærðir: 850 m2 rautt malbik, 360 m2 hellu og steinlagnir, 140 m2 snjóbræðsla, 85m grásteinskantur
 Verktími:  2010

Almennt um verkefnið:
Verkið fól í sér gerð forgangsakreinar fyrir strætisvagna í Lækjargötu. Malbik var fræst og forgangsreinar lagðar rauðu malbiki. Útskotum við biðstöðvar á móti Lækjartorgi og Amtmannsstíg var lokað, kantssteinar og niðurföll voru færð að akbraut og svæði hellulögð. Snjóbræðsla var lögð þar sem útskot eru við Lækjartorg.

Færður var umferðarljósastaur við Hafnarstræti, lagt ídráttarrör og dregið í streng milli tengibrunna og stjórnkassa umferðarljósa við Geirsgötu og Hafnarstræti. Sett voru niður ný forgangsmerki Strætó en hætt var við frekari yfirborðsmerkingar og skiltanir.