Umferðartækni

Þróun snjallsíma­forrits

16.12.2014

  • Snjallsimaforrit

Verkís/Sagatraffic annaðist hönnun frumútgáfu af snjallsímaforriti sem skráir ferðavenjur.

Verktími: 2014

Almennt um verkefnið:
Verkefnið var unnið af Sagatraffic, dótturfyrirtæki Verkís, með styrk frá Rannís og heitir rafræn ferðavenjukönnun. Snjallsímaforritið skráir allar ferðir með hjálp gps og símamastra. 

Markmið verkefnis er að þróa aðferðir til að framkvæma rafrænar ferðvenjukannarnir með notkun snjallsíma. Í samanburði við hefðbundnar aðferðir er með rafrænum skráningum auðveldara að halda utan um ferðir þátttakenda, skráning á ferðalengd, ferðatíma, leiðavali og ferðahraða verður mun nákvæmari og úrvinnsla gagnanna verður bæði einfaldari og nákvæmari.
Einnig er markmiðið með verkefninu að einfalda skráningarvinnu þátttakenda eins mikið og mögulegt er og þróa aðgengilegt notendaviðmót sem ætlað er að minnka brottfall til muna. Megintilgangurinn með forritinu er að skrá ferðavenjur og nota niðurstöðurnar en forritið hefur líka skemmtanagildi fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðamáta sínum yfir lengri eða skemmri tíma.