Veg- og gatnahönnun

Bjarkarland

Selfoss, Suðurland.

  • Bjarkarland_verkefni_gatnagerð

Verkís annast for- og verkhönnun, hönnun fráveitu, vatnsveitu og blágrænna ofanvatnslausna, umsjón með samræmingu hönnunar og útboðsganga, hönnun bráðabirgðaaðkomuleiða og vinnusvæðamerkingar og landmælingar ásamt hönnun götulýsingar. 

Stærðir: 40 hektarar, lengd gatna 6.830 m og lengd göngu- og hjólastíga 5.700 m. 
Verktími: 2018 - 

Almennt um verkefnið:
Verkís sér m.a. um for- og verkhönnun á götum með gangstéttum, gatnamótum, þar á meðal einu hringtorgi, hönnun á leiksvæðum, grasmönum og göngustígum. Verkið felur einnig í sér hönnun fráveitu, vatnsveitu og blágrænna ofanvatnslausna þar sem það á við, umsjón með samræmingu hönnunar og útboðsgagna veitustofnanna ásamt hönnun götulýsingar.

Þá sér Verkís einnig um hönnun bráðabirgðaaðkomuleiða og vinnusvæðamerkinga vegna áfangaskiptra verkhluta gerist þess þörf og landmælingar svæðis og úrvinnslu. Verkís annaðist einnig gerð útboðsgagna vegna framkvæmda í fyrsta áfanga og kostnaðaráætlunar fyrir útboð.  

Verkið er í fimm áföngum en þegar hverfið verður tilbúið verður það um 40 hektarar. Lengd gatna er samtals um 6,8 km og lengd göngu- og hjólastíga er samtals um 5,7 km. Fullbúið mun hverfið rúma um 700 íbúðir og þar verður sambyggður grunn-, leik- og tónlistarskóli með íþróttahúsi.

Ljósmynd/Efla. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 6
  • Heimsmarkmið 9
  • Heimsmarkmið 11
  • Heimsmarkmið 13