Veg- og gatnahönnun

Buamyr - Grimstveit

Sveio - Noregi

  • Buamyr-Grimstveit

Verkís annast verkefnastjórn, hönnun á vegum, hljóðhönnun og gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 2 km
 Verktími:  2014 - 

Almennt um verkefnið:
Útbúa skal útboðsgögn fyrir 2,0 km langan veg á vesturströnd Noregs. Vegurinn er fylkisvegur og er staðsettur í Sveio og er nefndur fylkesveg 6 milli Buamyr og Grimstveit. Vegurinn tengist eldri vegi á nokkrum stöðum.

Í tengslum við nýja veginn skal hanna tvenn undirgöng. Önnur göngin eru lítið rör, fyrir búfénað en hin eru stærri og skal nýtast af bændum til að komast á milli bæja og túna. Stærri undirgöngin nýtast einnig gangandi og hjólandi. Við undirgöngin koma biðskýli fyrir rútur og skal hanna lýsingu við biðskýli.

Nokkur hús verða fyrir hljóðmengun frá veginum og skulu fara fram hljóðdempandi aðgerðir á þeim húsum. Ástæða framkvæmdanna er að bæta aðkomu og uppbyggingu vegar, þar að leiðandi tryggja öruggi þeirra farþegar sem leggja leiðir sínar um veginn.