Reykjanesbraut / Fífuhvammsvegur
Milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika
Verkís kom að nær öllum þáttum hönnunar, þar á meðal vega- og stígahönnun, hönnun þriggja mislægra gatnamóta, brúarhönnun, hönnun undirganga, hönnun regnvatnslagna, umferðarspár og umferðarhermun, jarðvegs- og straumfræðiathuganir, hönnun hljóðvarna, hönnun veglýsingar, gerð útboðs- og verklýsinga.
Lengd: 4 km |
Verktími: 2002 - 2008 |
Almennt um verkefnið:
Um var að ræða forhönnun og verkhönnun fyrir tvöföldun þjóðvegar nr. 41, Reykjanesbraut milli Fífuhvammsvegar í Kópavogi og Kaplakrika í Hafnarfirði auk tilheyrandi gatnamóta.
Farnar voru nýjar leiðir við að velja hagkvæmustu lausn gatnamóta með því að herma umferð í framtíð. Á grundvelli umferðarhermunar var ákveðið að byggja mislægt hringtorg við gatnamótin við Arnarnesveg, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Hljóðvist var reiknuð með öllum vegum og hljóðvarnir hannaðar, bæði jarðvegsmanir, styrktar manir með grjótbúrum og hljóðveggir. Miklar kröfur voru gerðar um bætta hljóðvist í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra.
Reykjanesbrautin er ein helsta stofnbrautin á höfuðborgarsvæðinu. Hún tengir suðurhluta höfuðborgarsvæðisins við norður og vesturhluta þess ásamt því að tengja Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Suðurnesin við landið allt. Á kaflanum milli Fífuhvammsvegar og Kaplakrika liggur hún um bæði Kópavog og Garðabæ og suður yfir sveitarfélagamörk við Hafnarfjörð.