Veg- og gatnahönnun

Reykjanesbraut / Hafnarfjörður

Milli Hvassahrauns í Hafnarfirði og Njarðvíkur

  • Reykjanesbraut-Hafnarfjordur

Verkís annaðist vega- og stígahönnun, hönnun fimm mislægra gatnamóta, brúarhönnun, hönnun undirganga, regnvatnslagna, veglýsingar, gerð útboðsgagna og verklýsingar.

 Stærðir: 24 km
 Verktími:  2001 - 2007

Almennt um verkefnið:
Um er að ræða forhönnun og verkhönnun fyrir tvöföldun þjóðvegar nr. 41, Reykjanesbraut milli Hvassahrauns í Hafnarfirði og Njarðvíkur auk tilheyrandi gatnamóta og tenginga við aðliggjandi vegi.

Eldri vegur, sem opnaður var árið 1965, er steinsteypt tveggja akreina akbraut og var gerð ný tveggja akreina akbraut samhliða honum. Gerð voru fimm mislæg gatnamót, öll að formi til tígulgatnamót, með hringtorgum sitt hvorum megin. Einnig voru gerð undirgöng undir Reykjanesbraut sem þjóna umferð bíla, gangadi vegfarenda ásamt hestamönnum. Vegalengdin sem var gerð er um 24 km að frátöldum römpum og tengingum.

Reykjanesbrautin tengir Suðurnesin og Flugstöð Leifs Eiríkssonar við höfuðborgarsvæðið og landið allt. Þegar framkvæmdum lýkur munu öll gatnamót við Reykjanesbraut vera mislæg, allt frá fyrirhugaðri Sundabraut til Keflavíkur.