Veg- og gatnahönnun

RV 509 milli Sømmebakken og Sola skole

Sola - Noregi

  • RV-509

Verkís annast verkefnastjórn, hönnun á vegi, vatns- og fráveitu, hljóðhönnun og gerð útboðsgagna.

 Stærðir: 1 km
 Verktími:  2014 -

Almennt um verkefnið:
Í nóvember 2014 hófst vinna við verkefnið Rv 509 Sømmebakken – Sola skole sem Verkís vinnur fyrir Statens Vegvesen Vest í Noregi. Verkefnið felst í því að útbúa útboðsgögn fyrir 1 km langan veg um 10 km frá Stavanger.

Vegurinn er ríkisvegur og verður í eign og umsjón Statens Vegvesen Vest. Vegurinn á að vera fjögurra akreina, tvær í hvora átt og með tveggja akreina hringtorgi. Beggja vegna vegarins verða göngu- og hjólabrautir sem eru hluti af hönnuninni. Núverandi undirgöng verða rifin og stærri undirgöng verða hönnuð og byggð. Það er mikið af bæði háspennustrengjum og vatns- og frárennslislögnum í vegstæðinu og einnig 400 mm gaslögn sem þarf að haldast í rekstri út verktímann. Í tengslum við fráveitulagnir á að hanna allstóra setlaug við veginn. Vegurinn flytur mikla umferð og er árdagsumferð áætluð ÁDU 13.000 bílar á sólarhring og því mikið lagt upp úr því að hjáleiðir á verktíma verði vel skipulagðar.

Í tengslum við endurbætur á veginum verða tvö hús rifin og sér Verkís um að skipuleggja rif og förgun húsanna. Mörg hús verða fyrir hljóðmengun frá veginum og skulu fara fram hljóðdempandi aðgerðir á þeim húsum. Verkís sér um alla stjórnun verkefnisins og hönnun á veginum, vatni og fráveitu og hljóðhönnun. VIJ sér um að hanna lýsingu og hefur umsjón með núverandi raflögnum og Smith & Ingebr hannar undirgöng.