Mat á umhverfisáhrifum

álver fjarðaáls

Reyðarfjörður

  • fjardaal

Verkís annaðist gerð samanburðarskýrslu, matsáætlun, umsjón með verðumælingum, loftdreifingarreikningum, straummælingum, dreifingu mengunarefna í sjó, vöktun, samráð við Skipulagsstofnun, umsagnaraðila og almenning, umsókn um starfsleyfi.

 Stærðir: 346.000 tonn á ári
 Verktími:  2005 - 2006

Almennt um verkefnið:
Fyrirtækið Bechtel og verkfræðisamsteypan HRV, sem saman stendur af verkfræðifyrirtækjunum Verkís og Mannvit, voru valin eftir alþjóðlega samkeppni vorið 2003 til að hanna og reisa nýja álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði. Hluti af undirbúningi verksins var mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Matsvinnan fól í sér að meta áhrif byggingar og reksturs álversins á umhverfið. Var ákveðið að meta tvo kosti við hreinsun útblásturs, annars vegar eingöngu þurrhreinsun og hins vegar þurrhreinsun að viðbættri vothreinsun. Áhersla var lögð á að meta umhverfisáhrif á rekstartíma vegna útblásturs, frárennslis og úrgangs á föstu formi, sjónræn áhrif og áhrif hljóðs frá framkvæmdum og rekstri, áhrif vegna efnistöku og haugsvæða á byggingartíma auk samfélagslegra áhrifa á nærliggjandi svæði og efnahagslegra áhrifa á landsvísu.

Eftir mat á vægi áhrifa byggingar og reksturs álvers Alcoa Fjarðaáls á umhverfið, var ályktað að álverið myndi hafa umtalsverð jákvæð áhrif á samfélagið en áhrif á aðra umhverfisþætti yrðu allt frá því að vera óveruleg í að vera nokkuð neikvæð. Niðurstaða matsskýrslunnar var sú að heildaráhrif álversins væru jákvæð.

Álver Alcoa Fjarðaáls að Hrauni í Reyðarfirði hefur 346.000 tonna framleiðslugetu á ári. Álverið fær rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun en hún er með 690 MW uppsett afl. Öll tækni og tæki álversins eru ný, byggð á nýjustu tækni og af bestu fáanlegu gerð (BAT), en BAT er staðall sem meðal annars er settur fyrir áliðnaðinn af evrópsku IPPC skrifstofunni.