Mat á umhverfisáhrifum

Álverið á bakka

Húsavík

  • alver_bakka

Verkís annaðist gerð matsáætlunar, ritstjórn, ritun frummatsskýrslu og matsskýrslu, umsjón með verðumælingum. loftdreifingarreikningum, straummælingum, dreifingu mengunarefna í sjó, vöktun, samráð við Skipulagsstofnun, umsagnaraðila og almenning.

 Stærðir: 346.000 tonn á ári
 Verktími:  2007 - 2010

Almennt um verkefnið:
Matsvinnan fól í sér að meta umhverfisáhrif byggingar og reksturs álvers Alcoa á Bakka. Metnir voru tveir kostir við hreinsun útblásturs, annarsvegar þurrhreinsun eingöngu og hins vegar þurrhreinsun að viðbættri vothreinsun. Við mat á umhverfisáhrifum var áhersla lögð á að meta áhrif frá útblæstri og frárennsli, sjónræn áhrif, áhrif á hljóðstig og samfélagsleg áhrif. Á byggingartíma vorum einkum metin áhrif vegna efnistöku og haugsetningar, áhrif á fornleifar, samfélagsleg áhrif og áhrif á ferðamennsku á svæðinu.

Nokkrar nýjar rannsóknir þurftu að fara fram vegna matsins. Tillaga að vöktunaráætlun, bæði á framkvæmdatíma og eftir að álverið tekur til starfa, var lögð fram og einnig voru framkvæmdar grunnrannsóknir. Á meðan á vinnu við matið stóð fór fram samráð við Skipulagsstofnun, helstu umsagnaraðila, sveitarfélög sem og almenning.

Helstu niðustörður voru að jákvæð samfélagsleg áhrif á byggingartíma, bæði bein og óbein. Er það einkum vegna íbúafjölgunar og aukinna tekna. Staðbundin neikvæð áhrif á gróður og dýralíf á framkvæmda-svæðinu. Allar fornleifar innan framkvæmdasvæðisins eru í hættu ef ekki eru gerðar mótvægisaðgerðir. Þessi áhrif eru neikvæð, varanlega og óafturkræf. Á rekstrartíma eru áhrif á gróður og dýralíf talin nokkuð neikvæð á svæðinu næst álverinu. Sjónræn áhrif af álverinu eru talin vera verulega neikvæð á  svæðinu næst álverinu yfir í óveruleg lengra frá. Áhrif álversins gætu orðið talsvert jákvæð fyrir sveitarfélögin þar sem íbúum mun fjölga, ef vel er haldið utan um uppbyggingu á svæðinu.

Álver Alcoa á Bakka við Húsavík mun hafa allt að 346.000 tonna framleiðslugetu á ári. Álverið fær rafmagn frá fyrirhuguðum jarðhitavirkjunum á Norðausturlandi, Þeistareykjum og Kröflu. Öll tækni og tæki álversins eru ný, byggð á nýjustu tækni og af bestu fáanlegu gerð (BAT), en BAT er staðall sem meðal annars er settur fyrir áliðnaðinn af evrópsku IPPC skrifstofunni.