Mat á umhverfisáhrifum

Hafnargerð í Sundahöfn

Reykjavík

  • Kleppsbakki

Verkís annaðist mat á umhverfisáhrifum við hafnargerð.

 Stærðir: 500 - 600m 
 Verktími:  2014

Almennt um verkefnið:
Fyrirhugað er að byggja nýjan hafnarbakka utan við landfyllingu utan Klepps og einnig að lengja núverandi Kleppsbakka út að enda nýs bakka, sem gerir alls um 500-600 lengdarmetra af nýjum hafnarbökkum í Sundahöfn. Nýir bakkar verða að mestu leyti innan athafnasvæðis Eimskip og fyrirhugaðar framkvæmdir eru liður í þróun farmstöðvar fyrir áætlunarsiglingar. Í framkvæmdunum felst niðurrekstur stálþils, fylling á bakvið þil, frágangur búnaðar og yfirborðs og dýpkun í viðlegu.

Í heild er talið að áhrif framkvæmdanna á umhverfið verði óveruleg. Óveruleg áhrif verða á strauma og ölduhæðir á Viðeyjarsundi. Einhver röskun verður á aðstæðum botndýralífs og mögulega göngufiska vegna gruggs á framkvæmdatíma en reynt verður að halda því í lágmarki með verklagi. Sækja þarf um leyfi til Umhverfisstofnunar vegna meðferðar dýpkunarefnis. Skerðing á búsvæðum fyrir botndýralíf og ætisvæðum fyrir sjávarfiska nemur þeim 3 ha sem fara undir ný mannvirki og eru það metin óveruleg áhrif. Framkvæmdasvæðið er þegar raskað svæði og engar náttúru- eða menningarminjar er þar að finna. Áhrif á framkvæmdatíma eru einnig metin óveruleg hvað varðar öryggi umferðar, hávaða og
loftmengun.