Mat á umhverfisáhrifum

Tvöföldun Reykjanes­brautar um Hafnarfjörð

Hafnarfjörður

  • Reykjanesbraut-um-Hfj

Verkís annaðist gerð matsáætlunar, ritstjórn og ritun skýrslunnar, athugun á hljóðvist, dreifingu loftmengunar, grunnvatns- og jarðvegsathuganir, arðsemismat, umsjón með vinnu annarra sérfræðinga, samráð við Skipulagsstofnun, umsagnaraðila og almenning.

 Stærðir: 3,6 km
 Verktími:  2001 - 2002

Almennt um verkefnið:
Áform um tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem hún liggur um Hafnarfjörð fór fram á árunum 2001 - 2002.  Sá kafli sem um ræðir nær frá Álftanesvegi í Garðabæ að Ásbraut í Hafnarfirði. Við lok framkvæmda varð Reykjanesbraut fjórar akreinar og öll gatnamót mislæg, þ.e. við Álftanesveg, Fjarðarhraun, Lækjargötu og Kaldárselsveg. Vegurinn var grafinn niður frá Álftanesvegi, suður fyrir Lækjargötu og langleiðina að Strandgötu. Götur sem tengjast veginum fara á mislægum gatnamótum yfir hann. 

Helstu áhrif sem töldu vera neikvæð eru skerðing íþróttasvæðis við Kaplakrika, skerðing á fyrirhugaðri stækkun kirkjugarðsins, niðurrif nokkurra húsa og einnig voru nokkrar lóðir skerðaðar.  Jákvæð áhrif framkvæmdanna var helst samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbraut er mikilvægur hlekkur í samgöngum innan Hafnarfjarðar, en allt að 70% umferðarinnar um veginn er vegna innanbæjaraksturs. Bættar voru göngu- og hjólaleiðir og tenging nýrra stíga við núverandi stígakerfi bæjarins. Allar þveranir á Reykjanesbraut voru yfir lokaðan stokk, brú eða um undirgöng. Greiðari leið varð því fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á milli hverfa og skipulagðra útivistarsvæða beggja vegna Reykjanesbrautar.

Í úrskurði Skipulagsstofnunar var talið æskilegt að á vissum stöðum verði tryggt lægra hljóðstig en miðað var við í matsskýrslu. Einnig var bent á mikilvægi þess að samráð verði haft við íbúa og eigendur fasteigna við fyrirhugað framkvæmdasvæði sem og kirkjugarðsyfirvöld um fyrirkomulag og útfærslu hljóðvarna.