Mat á umhverfisáhrifum

VIRKJANIR Á VEITULEIÐ BLÖNDUVIRKJUNAR

Norðurland

  • Blönduvirkjun

Verkís annaðist gerð matsáætlunar, frummatsskýrslu og matsskýrslu auk úrvinnslu athugasemda og kynninga í matsferli.  

Verktími:  2013

Almennt um verkefnið:
Verkís vann fyrir Landsvirkjun að mati á umhverfisáhrifum virkjana á veituleið Blönduvirkjunar, en framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Um er að ræða þrjár vatnsaflsvirkjanir,Kolkuvirkjun, Friðmundarvirkjun og Þramarvirkjun, sem samtals eru 31 MW.  Markmið framkvæmdarinnar er að fullnýta til orkuöflunar allt að 69 m fall á veituleið Blönduvirkjunar, frá Blöndulóni að inntakslóni Blöndustöðvar.  

Matsskýrslan fjallar um áhrif framkvæmda sem felast í byggingu stöðvarhúsa, gerð veituskurða og stíflu, myndun lóns og gerð aðkomuvega að mannvirkjum. Umhverfisþættir sem teknir voru til skoðunar voru jarðmyndanir, vatnafar, setmyndun og rof, gróður, fuglar, vatnalíf, fornleifar, hljóðvist, ásýnd lands, landslag, samfélag og landnotkun. Helstu mótvægisaðgerðir vegna virkjana á veituleið eru að fella mannvirki að landi og draga úr sýnileika þeirra og áhrifum á landslag. Áhrif framkvæmda eru að mestu metin óveruleg til nokkuð neikvæð.