Neyðar- og áfallastjórnun

Bárðarbunga

Þjórsár - Tungnaársvæði

  • Bardarbunga

Verkís annaðist samantekt gagna vegna flóða og viðbragða, gerð flóðaútbreiðslukorts og viðbragðsáætlunar.

Verktími:  2014

Almennt um verkefnið:
Verkefnið gengur út á að að stýra verkefni fyrir Almannavarnir og afla upplýsinga, greina nánar áhrif sviðsmyndar II á fólk, dýr, umhverfi, innviði og önnur verðmæti innan og utan áhrifasvæðis sviðsmyndarinnar. Sviðsmynd II lýsir eldgosi í Bárðarbungu sem veldur stórflóði á Þjórsár – Tungnaársvæði með tilheyrandi afleiðingum vegna flóða og öskufalls á nær og fjarsvæði. Fyrsti hluti verkefnisins var unninn af Viðlagatryggingu Íslands í samvinnu við AVD, þar sem greind voru viðbrögð við sviðsmyndum I-III. Niðurstöður leiddu til þess að ráðist var í annan hluta verkefnisins sem fólst í að rýna viðbrögð vegna sviðsmyndar II.

Verkefnið felur í sér að taka saman upplýsingar um jökulhlaup vegna eldgosa í og við Bárðarbungu. Leggja mat á tíðni, stærðir og dreifingu. Ásamt því að rita samantekt í formi minnisblaðs. Einnig að veita ráðgjöf varðandi viðbragðsáætlanir og upplýsingar í tenglslum við viðbrögð og æfingar. Unnar voru útbreiðslumyndir flóðs í Þjórsá af völdum 6.000 m3/s jökulhlaups í Hágöngulón og stíflurofa af þess völdum og eru þær grundvöllur að rýmingaráætlunum.