Neyðar- og áfallastjórnun

Neyðar­stjórnun - Orkuveita Reykjavíkur

Reykjavík

  • Neydarstjornun-OR

Verkís annaðist ráðgjöf við uppbyggingu neyðarstjórnunar, ritun verklagsreglna, leiðbeininga, gátlista og viðbragðsáætlana. Áhættugreining, undirbúningur, framkvæmd og úrvinnsla æfinga neyðarstjórnunar, kynningar og greinaskrif.

Verktími:  2000 - 2014

Almennt um verkefnið:
Haldin var fráveituæfing neyðarstjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Æfingin var skrifborðsæfing með raunsamskiptum. Þátt tóku ýmsir ytri aðilar auk aðila innan OR. Í æfingunni reyndi á viðbragðs- og boðunarferli viðbragðsaðila svo sem Neyðarlínu, lögreglu, slökkviliðs, Vegagerðar auk Heilbrigðiseftirlits og Bakvaktar Reykjavíkurborgar. Einnig reyndi á viðbragðsaðila gagnvart áreiti fréttamanna og almennings, en fréttir voru birtar á sérstakri fréttasíðu.

Æfð voru viðbrögð við stórri fráveitubilun á Miklubraut á móts við Kringluna. Bilunin olli miklum umferðartöfum og örðugleikum við að koma að tækjum og búnaði á staðinn. Fram komu ýmsir vankantar á samskiptum og verkferlum og tillögur til að úrbótum voru settar í ferli.