Neyðar- og áfallastjórnun

viðbragðs­áætlanir landsvirkjun - landsnet og fjarðaál

Austurland

  • fjardaal

Verkís annaðist verkefnastjórn og gerð áætlunar um tíma og kostnað.

Verktími:  2013

Almennt um verkefnið:
Verkefnið er samvinnuverkefni Landsvirkjunar, Landsnets og Alcoa Fjarðaáls. Tilgangur verkefnisins var að leggja drög að skýru sameiginlegu neyðarstjórnunarferli hjá Landsvirkjun, Landsneti og Alcoa Fjarðaáli með skilgreindum ábyrgðasviðum, neyðarstjórnun, aðgerðarstjórnun og vettvangsstjórnun.

Stefnt er að því að hvert fyrirtæki eigi skriflegar viðbragðsáætlanir við atburðum í rekstri, vegna mannlegra atburða og við náttúruvá. Einnig að skilgreining á vá hvort sem um er að ræða náttúruviðburði eða mannlega atburði sé samsvarandi hjá fyrirtækjunum. Auk þess að tiltækir séu listar yfir atvik, aðföng s.s. varahluti, tæki, verktaka, teikningar og ljósmyndir, upphringilistar, o.s.frv.

Í því skyni var gerð athugun á og tekið saman yfirlit yfir skipulag viðbragða, hættu- og áhættugreiningar, viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna við atburðum í rekstri, vegna mannlegra atburða og við náttúruvá o.fl. og gerðar tillögur um úrbætur ef uppá vantaði. Einnig eru gerðar tillögur um sameiginlegt miðlægt birtingarform.

Niðurstöður sýna að í grundvallaratriðum er skipulag viðbragða með samsvarandi hætti hjá fyrirtækjunum, en nokkuð vantar uppá að öll fyrirtækin hafi skilgreint formleg ferli viðbragða og gefið út viðbragðsáætlanir. Lagt var til að úr því verði bætt. Gerðar eru tillögur að sameinginlegum grunni viðbragða m.a. hvað varðar skilgreiningu á viðbragðsstigum, tengiliðalistum og birtingu á upplýsingum á sameiginlegu svæði í SharePoint hópvinnukerfinu.