Ofanflóðavarnir

Seljalandshlíð - Ísafirði

Ísafjörður

  • Seljalandshlid

Verkís annaðist eftirlit með framkvæmdum.

 Stærðir: 15m á hæð og 650 m á lengd
 Verktími:  2003 - 2004

Almennt um verkefnið:
Í júní 2003 var hafist handa við uppbyggingu snjóflóðavarna í Seljalandshlíð í Skutulsfirði. Snjóflóð eru vel þekkt í Seljalandshlíð og inn Tungudal. Sum hver hafa náð niður í Skutulsfjörð. Seljalandsmúli hefur í gegnum tíðina beint flóðum ofan úr hlíðinni í og meðfram farvegi Seljalandsár en leiðigarðurinn kemur til með að gera slíkt hið sama.

Varnirnar samanstanda af tveimur þáttum. Annars vegar er um 650 m langur leiðigarður. Hann er hæstur um 15 m upp fyrir núverandi land. Efsti hluti garðsins nær upp í um 180 m hæð y.s. Hins vegar voru reistar 14 snjóflóðakeilur sem hver um sig er um 7 m há. Efri helmingur þeirra er brattur og byggður með netgrindum.

Einnig var vegur upp að Skíðheimum utan í Seljalandsmúla, þar sem m.a. er gönguskíðaaðstaða Ísfirðinga endurgerður. Hann liggur í gegnum leiðigarðinn í um 100 m hæð y.s. Jarðvegsefni í garðana var að öllu leyti tekið af vinnu­svæðinu, bæði laust og sprengt, en heildar­rúmmál fyllinga í garða og keilur er um 400.000 m³.