Öryggismál

Fastus

Síðumúli 16 - 108 Reykjavík

  • Fastus

Verkís skilaði fullunni öryggis- og heilbrigðisáætlun og aðstoðar eftir þörfum við gerð áhættumats starfa hjá fyrirtækinu.

Verktími:  2013 - 2014

Almennt um verkefnið:
Verkefnið snýr að skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Samkvæmt Vinnuverndarlögum er atvinnurekendum skylt að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sem felur í sér sérstakt áhættumat, áætlun um heilsuvernd og forvarnir og eftirfylgni að úrbótum.

Öryggis- og heilbrigðisáætlun Fastus er í samræmi við vinnuverndarlöggjöfina, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og tengdar reglur og reglugerðir. Tilgangurinn með vinnuverndarstarfinu er að draga úr hættu á heilsutjóni eða slysum vegna vinnuaðstæðna og/eða bæta forvarnir. Áætlunin felur í sér lýsingu á því starfi sem fram fer í fyrirtækinu á sviði öryggis- og vinnuverndar, ásamt áætlun um gerð áhættumats starfa í öllum starfsstöðvum fyrirtækisins.

Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrirtækjum, búnaði og rekstrarvörum. Hlutverk fyritækisins er að láta viðskiptavinum sínum í té lausnir sem auka á gæði og hagkvæmni í þeirra rekstri og stuðla að heilbrigði og vellíðan í samfélaginu.